Skólastarf vorannar hafið í FAS

04.jan.2023

Skólastarf vorannarinnar hófst formlega eftir hádegi í dag þegar skólinn var settur. Það var gaman að sjá nemendur mæta og tilbúna til að takast á við nýjar áskoranir á nýrri önn með hækkandi sól.

Nú er verið að taka upp nýtt skipulag í FAS sem má segja að sé tvíþætt. Kennsla hefst á þessari önn klukkan 8:30 á morgnana og kennt er til 16:30. Kennslustundir eru styttar niður í 45 mínútur. Eins og áður eru kenndar fjórir tímar í viku í flestum fimm eininga áföngum. En til að vega upp á móti styttri kennslustundum hafa bæst við vinnustundir þar sem allir nemendur eiga að mæta. Vinnustundirnar nýtast bæði til sjálfstæðrar verkefnavinnu og eins til að ljúka þeim verkefnum sem ekki náðist að vinna í kennslustundum. Það er mætingaskylda í bæði kennslustundir og vinnustundir.

FAS er heilsueflandi framhaldsskóli þar sem vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. Breytt fyrirkomulag á kennslustundum samræmist nýjustu rannsóknum á svefntíma ungmenna og viljum við að okkar nemendur njóti þeirra.

Fyrsti umsjónartími annarinnar verður í fyrramálið, fimmtudag 5. janúar á milli 8:30 og 9:00. Þar verður nánar farið yfir nýtt skipulag.  Í kjölfarið verður kennt eftir svokallaðir „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar.

 

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...